Tónleikar í Sögusetrinu

Nemendatónleikarnir sem haldnir voru um síðustu helgi heppnuðust mjög vel. Það kom talsverður fjöldi gesta og allir nemendurnir stóðu sig með prýði. Ég er mjög ánægð með þennan árangur eftir aðeins tvö ár og vona bara að við getum haldið áfram á sömu braut. Ásdís Stross, fiðluleikari og Suzuki kennari, kom og hjálpaði til að morgni tónleikadags og æfði fiðlunemendur. Hún spilaði líka með okkur á tónleikunum og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Á eftir buðu foreldrar upp á kaffi og meðlæti sem rann ljúflega niður. Það er hefð hjá okkur að hafa málsverð strax á eftir tónleikum og hóptímum, og finnst flestum það nú orðið ómissandi.

Nú stendur til að fara og spila fyrir fólkið á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 29. maí og vonast ég til að sem flestir geti verið með okkur þá. Við verðum reyndar búin að tapa tveimur píanóleikurum í sumarfrí til útlanda, en við látum það ekki á okkur fá.

Þeir sem vilja sækja um nám hjá mér næsta vetur eru beðnir að gera það sem fyrst. Nýir nemendur geta sent tölvupóst á goodster@hive.is.

Vona ég nú bara að eldgosið fari vel með okkur í sumar og þakka fyrir veturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tónablogg

Höfundur

Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir er sjálfstætt starfandi tónlistarkennari í Rangárþingi eystra. Netfang er goodster@hive.is og sími 865 0311

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2009   tonleikar 23. mai 082
  • 2009   tonleikar 23. mai 081
  • 2009   tonleikar 23. mai 060
  • 2009   tonleikar 23. mai 053
  • 2009   tonleikar 23. mai 045

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband