30.5.2010 | 19:52
Gleðilegt sumar!
Ég þakka öllum sem voru með okkur á Kirkjuhvoli í gær. Nemendur mínir spiluðu og Guðlaug Helga tók lagið, og ég vona að það hafi verið ánægjuleg stund fyrir alla. Sóldögg Rán fær sérstakar þakkir, en hún studdi okkur í fiðlusveitinni. Nú er síðasti kennsludagur á morgun, en þó ekki alveg komið sumarfrí. Ég verð ásamt öðrum Suzuki kennaranemum á Stokkalæk í vikunni, og þá koma píanónemendurnir mínir að hjálpa okkur, því við þurfum að hafa nemendur til að æfa okkur á! Næstu helgi er Suzuki námskeið í Reykjavík, og þangað fara nokkrir af fiðlunemendunum mínum. Svona námskeið virkar eins og vítamínsprauta, svo ég mæli með því að allir fari. Vonandi berast einhverjar myndir hingað á bloggið! Munið svo eftir að sækja um nám fyrir næsta vetur á goodster@hive.is Bestu kveðjur!
Um bloggið
Tónablogg
Tenglar
Mínir tenglar
- Suzuki-tónlistarskólinn Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík
- Músík.is
- Íslenska Suzukisambandið
- Allegro Suzuki tónlistarskóli
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.