Tónlistarkennsla

Ég býð upp á kennslu í einkatímum, aðallega á píanó, fiðlu og hljómborð. Ég hef 14 ára reynslu í kennslu á píanó og 10 ára reynslu í fiðlukennslu.

Píanó

Sommerfeld_piano  Ég tek nemendur frá fimm ára aldri í píanónám, en aldurshámark er ekkert. Píanó kenni ég a.m.k. til miðstigs. Kennt verður með hefðbundinni aðferð eftir kennslukrá og boðið uppá áfangapróf fyrir þá sem þess óska. Sjálf hef ég lokið 7. stigi í píanóleik.

Fiðla

  violina3  Fiðlu kenni ég til grunnstigs, en býð sérstaklega velkomna mjög unga nemendur, því að ég mun beita kennsluaðferðum Suzukis. Þau fræði eru mjög áhugaverð. Suzuki nemendur geta byrjað þriggja ára og kenningin er sú að börn geti lært að leika á hljóðfæri á sama hátt og þau læra að tala. Það skal tekið fram að ég er ekki enn löggiltur Suzuki-kennari, en ég byrjaði að sækja nám í Suzuki kennslufræðum í hitteðfyrra. Þetta nám verður því ódýrara en gengur og gerist með Suzuki-nám. Ég mun aðstoða við útvegun á hljóðfærum, annað hvort til kaups eða leigu.

Hljómborð

Hljómborðsnám er upplagt fyrir fullorðna eða þá sem vilja bara læra að spila dálítið eftir eyranu. Líka ef maður á ekki píanó - en vill undirbúa sig fyrir píanónám. 

Skipulag

Kennsla hefst með haustinu, eftir því sem hverjum og einum hentar. Æskilegt er að ungir byrjendur komi tvisvar í viku og annað foreldrið ævinlega með. Þegar fiðlunemendur eru komnir dálítið af stað er hægt að bjóða uppá reglulega hóptíma. Þá stefni ég að því að fá hámenntaða kennara í heimsókn reglulega til að leiðbeina í hóptímum (a.m.k. tvisvar á vetri). Kennsla mun að jafnaði fara fram í Langagerði, og nemendur halda stofutónleika fyrir jól og að vori. Einnig mætti hugsa sér að fara í heimsóknir í leikskóla og dvalarheimili aldraðra til að afla nemendum reynslu í tónleikahaldi og gleðja aðra.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá nemendur í tónlistarnám eða fá nánari upplýsingar sendi tölvupóst á goodster@hive.is eða hringi í síma 865 0311.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Það er göfugt verkefni að kenna á hljóðfæri,sem þú tekur þér fyrir hendur.

En þar sem ég er svo að segja ómenntaður pianoisti með þó svona grunnmentun í fingrasetningum,skölum og eitthvað fram eftir Nótunum,þá langar mig að segja við að  það glammrar enginn á hljómborð,fræðilega er hægt að glamra á píanó.Með einlægri virðingu fyrir því sem þú ert að gera ,þá trúi ég því ekki að þú KENNIR GLAMUR á hljóðfæri.

það hæfir ekki kunnáttu þinni.

Ég segi mig píanóleikara og pianista,þó ég sé ekki klassískt menntaður þá hef ég mikið dálæti á þeirri tónlist,mest megnið af henni.

Ég er búinn að vera atvinnupíanisti í gegn um tíðina,búinn að veita tugþúsundum ánægju með þeim tónum sem ég spila sem er létt tónlist,jass blues  okkar þjóðlög og ég veit ekki hvað og hvað.Egf ég kann lagið(þekki það) þá spila ég það í allflestum tóntegunum án nótna,ég hef þróað minn stíl.

Ég á eitt fullkomnasta hljómborð hér á landi.fyrsta hljóðfærið sem kom til landsins,frekar eru þau kölluð "Workstation" og er heitið á því en tegundin er Yamaha Clavinova CVP 309, og eru þeir tiltölulega byrjaðir að flytja þessi hljóðfæri til landsins hjá "Hljóðfærahúsi Reykjavíkur". Þú ættir í gamni að líta á týpu sem er 409 í stað 309 .það er það nýjasta,og láttu hljóðfærið spila fyrir þig DEMO þá veistu hvað" Skemmtarar" geta gert.

Glamur á ekkert skylt við tónlist,en fellur stundum af vörum fólks án þess að gera sér grei fyrir því hvað glamur er.  Gangi þér sem best,því sá sem getur náð tökum á hljófæri þarf yfirleitt aldrei að nota lyf. Hljófærið eru Geðlyf hans.

Og í einlægni Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Takk fyrir þessa athugasemd, Þórarinn! Það vill svo til að ég er líka mikil áhugamanneskja um íslenskt mál, en ég vissi ekki að til væri fólk sem væri svona viðkvæmt fyrir glamri! Ég tel að það sé alveg hægt að glamra á hljóðfæri sér til ánægju - en reyndar hafði ég ekki hugsað mér að kenna glamur sérstaklega! Móðir mín talaði alltaf um píanóglamur af því að henni fannst píanóið ekki skemmtilegt hljóðfæri. Sumir tala um gítarglamur. Hljómborðið hermir eftir flestum hljóðfærum, og þau tæki sem ég hef hingað til kennt á bjóða að mínu mati alloft uppá glamur. Þeir sem stefna bara að því að ljúka bók 1. í Þú og hljómborðið fara sjaldnast að fjárfesta í því sem þú lýsir hér að ofan, hversu ágætt sem það annars er. En til að fyrirbyggja frekari pirring skal ég fjarlægja orðið glamur úr færslunni!

Guðrún Markúsdóttir, 14.6.2008 kl. 01:17

3 identicon

Sæl Guðrún.

Ef ekki væri til viðkvæmt fólk,væri engin Tónlist til. Ég hef spilað á marga af  betri flyglum hér á höfuðborgarsvæðinu.Og eftir mínu næmi á gæði hljóðfæra er það ekki alltaf merkið sem gefur bestu Tóngæðin, heldur eru blessuð hljóðfærin eins og mannfólkið. Enginn er eins. Ég benti á þetta hljóðfæri af þeirri einföldu ástæðu að þetta er ótrúlega líkt mörgum hljóðfærum, þar með talið pianoum og flyglum. þetta á ekkert skilt við skemmtara svokallaða(Glamur?).Þetta er tæki fyrir atvinnufólk,stúdíófólk og svo frv.

Við vitum bæði að ekkert kemur í stað Pianós eða Flygils.  Satt segir þú að ég er ofurviðkvæmur fyrir orðinu "Glamur",það er af því ég get aldrei tengt það Tónlist. Þú fyrirgefur mér vonandi þetta þras um orðið fræga.

Og enn og aftur segi ég við þig í einlægni,

Gangi þér sem best í kennslunni, og ég vona að þú fáir sem flesta nemendur sem langar að leika  á hljóðfæri.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 06:57

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Sammála! Þér er fyrirgefið og takk fyrir góðar óskir. Ég er búin að fá allgóðan hóp ungra umsækjenda sem vilja læra á píanó og fiðlu og svo eru fáeinar elskulegar konur sem ætla að læra á hljómborð, og það er bara hið besta mál. Ég hlakka mikið til.

Guðrún Markúsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tónablogg

Höfundur

Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir er sjálfstætt starfandi tónlistarkennari í Rangárþingi eystra. Netfang er goodster@hive.is og sími 865 0311

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2009   tonleikar 23. mai 082
  • 2009   tonleikar 23. mai 081
  • 2009   tonleikar 23. mai 060
  • 2009   tonleikar 23. mai 053
  • 2009   tonleikar 23. mai 045

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband