11.12.2008 | 15:11
Tónleikar
Síðast liðinn sunnudag var æfing í að spila á tónleikum. Við fengum Sögusetrið lánað og byrjuðum með æfingu fyrir fiðlunemendur fyrir hádegi. Balázs Stankowsky hljóp í skarðið fyrir Ásdísi Stross og leiðbeindi okkur. Balázs er ekki eins mikill aðdáandi Suzuki kennslu og ég, svo þessi kennsla var bara með hefðbundinni aðferð. Gott samt. (Takk Balázs!) Síðan var málsverður og þeir sem höfðu þörf fyrir að hlaupa um gátu afgreitt það. Klukkan 13:00 hófust svo tónleikarnir, og fóru þeir mjög vel fram. Ég er bara mjög montin af öllum nemendunum mínum! Allir spiluðu eins og herforingjar og skelfdust eigi. Ekki var síður mikilvægt á þessum tónleikum að læra að hlusta, og það gerðu allir líka með mikilli prýði. Í lokin spiluðu Balázs og Kitty fyrir okkur, til þess að allir gætu nú séð á hvaða leið þeir eru! Ég þakka nemendum og foreldrum fyrir þátttökuna og Balázs og Kitty fyrir hjálpina.
Biðjum fyrir Ásdísi Stross og manninum hennar í veikindum hans.
Um bloggið
Tónablogg
Tenglar
Mínir tenglar
- Suzuki-tónlistarskólinn Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík
- Músík.is
- Íslenska Suzukisambandið
- Allegro Suzuki tónlistarskóli
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.