Gleðileg jól!

Það var gaman heimsækja félagana í leikskólanum. Leikskólabörnin eru alveg frábærir áheyrendur og hafa vonandi haft gaman af að heyra jafnaldra sína spila, þótt sumir séu ekki komnir mjög langt. Við hlökkum til að heimsækja þau aftur í vor. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur í leikskólanum og þökkum Unnari og Sigurði í Hvolsskóla fyrir lánið á píanóinu og flutningsþjónustuna. Við Unnar erum sammála um það að leikskólinn okkar þurfi að eignast píanó, og er þeirri ósk hér með komið á framfæri.

Ég þakka öllum nemendum mínum fyrir frábæra frammistöðu á haustmisseri og foreldrum fyrir góðan stuðning. Sérstakt hrós fær Soffía og fjölskyldan hennar, þau hafa staðið sig eins og hetjur. Nú er mamma komin heim, og til hamingju með það!!!

Við þökkum Þuru fyrir aðganginn að Sögusetrinu um daginn - það var mjög dýrmætt að fá afnot af aðstöðunni þar með flottu hljóðfæri.

Við sendum bestu kveðjur til þeirra sem eru í útlöndum: Vala Saskia og fjölskylda og Bianca: Skemmtið ykkur vel í fríinu!

Kennsla hefst aftur að loknu jólafríi mánudaginn 5. janúar.

Nemendur, foreldrar, samstarfsmenn, samkennarar í Tónsmiðju Suðurlands, aðrir vinir og velunnarar: Gleðileg jól, farsælt komandi ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Guðrún og Markús

Gleðileg jól, vonandi hafið þið það sem allra best um hátíðarnar.

Takk fyrir frábæra tónlistarkennslu, Soffía Ýr er búin að halda eina "tónleika" fyrir okkur inn í stofu og gekk ekkert smá vel. Spilaði bæði Kópavogur hopp stopp(Gerði svaka fínar melónur!!) nú og svo sungum við um hana Gunnu á nýju skónum og hún spilaði undir. Svo fór nú stóri bróðirinn að vilja spila með á þessum fínu tónleikum þannig að hann fann flautuna sína og spilaði með :o)

Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa drifið okkur með hana í fiðlunámið, tala nú ekki um þar sem mamman,amman og pabbinn eru að verða fiðlusérfræðngar líka, hehehhehe. Þetta er búin að vera mjög skemmtilegur lærdómur. Mæli með þessu námi hjá þér Guðrún!!

Hlökkum til að mæta í næsta tíma þann 5. janúar, svellköld.

Takk fyrir góða kveðju hér.

Hafdís, Soffía Ýr, Örvar, Ívar Ari og amma fiðluspilari

Soffía Ýr og fjölsk. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tónablogg

Höfundur

Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir er sjálfstætt starfandi tónlistarkennari í Rangárþingi eystra. Netfang er goodster@hive.is og sími 865 0311

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2009   tonleikar 23. mai 082
  • 2009   tonleikar 23. mai 081
  • 2009   tonleikar 23. mai 060
  • 2009   tonleikar 23. mai 053
  • 2009   tonleikar 23. mai 045

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband