24.5.2009 | 20:06
Vortónleikar
yngri nemenda minna voru haldnir í Sögusetrinu í gær og tókust þeir með ágætum. Allir spiluðu vel og hóflega margir komu að hlusta. Ég get ekki annað en verið ánægð með árangurinn eftir þennan vetur. Frábærir nemendur og áhugasamir foreldrar. Nú sér maður hvað þátttaka foreldra skiptir miklu máli. Einn fulltrúi eldri deildarinnar kom líka fram, og Balázs og Kitty voru svo elskuleg að leika eitt lag að lokum, til að sýna hvernig fagmenn bera sig að. Við þökkum þeim fyrir. Sellóleikarinn Brian fær líka bestu þakkir fyrir hjálpina, bæði fyrir undirleik í hóptímum og meðleik á tónleikunum. Kvartett var stofnaður í tilefni dagsins, eins og hér sést:
Kvartett dagsins:
Magdalena, Brian, Guðrún og Lilja Ósk.
Fleiri myndir frá tónleikunum eru í albúmi.
Við þökkum kærlega fyrir lánið á Sögusetrinu. Ekki amalegt að spila umkringd flottu myndunum hennar Þórhildar Jónsdóttur. Ég hvet alla sveitunga til að skoða þær.
Ég kenni í eina viku í viðbót, en síðan hefst sumarfrí. Nemendur eru minntir á að skila umsóknum fyrir næsta vetur og nýir nemendur eru einnig boðnir velkomnir.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
Um bloggið
Tónablogg
Tenglar
Mínir tenglar
- Suzuki-tónlistarskólinn Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík
- Músík.is
- Íslenska Suzukisambandið
- Allegro Suzuki tónlistarskóli
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju, þetta er sannkölluð uppskeruhátíð og fátt sem veitir betri unað en að sjá erfiði vetursins skila sér í blóma barnanna.
Ef ég byggi á Íslandi væri U.B. nemandi þinn - þó ég byggi í Grafarvoginum - ólíklegt...
Guðný Einars (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 09:13
Takk frænka, ef þú byggir á Íslandi væri margt öðruvísi... a.m.k. Bretland fátækara.
Guðrún Markúsdóttir, 30.5.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.