14.3.2009 | 20:25
Tónleikar
Mig langar að benda nemendum mínum á tónleika sem auglýstir eru nýjustu Dagskránni. Þeir eru í tónleikaröðinni Tónar við hafið og verða haldnir í Versölum á morgun, 15. mars kl. 15:00. Þetta verður örugglega skemmtilegt. Það að sækja tónleika er nauðsynlegur hluti af tónlistarnáminu, en það er ekki oft boðið upp á dagskrá sem höfðar til yngstu kynslóðar hlustenda. Þarna er því gott tækifæri að fara með börnin á tónleika. Ég vildi að ég hefði frétt af þessu fyrr!!!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 14:33
Hóptími
Í dag var hóptími með píanónemendum og fiðlunemendum saman. Það var sungið og spilað, bæði undirbúin atriði og óundirbúin (tombólutónleikar). Allir stóðu sig mjög vel og skemmtu sér vonandi hið besta líka. Meðfylgjandi er mynd af einni sem þurfti að skilja mömmu sína eftir heima:
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 20:58
Píanó
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 22:51
Myndir
Kitty Kovác tók nokkrar myndir á tónleikunum okkar í Sögusetrinu 7. desember sl.:
Fleiri myndir eru í albúmi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 22:29
Gleðilegt ár!
Kennsla hefst á morgun samkvæmt stundaskrá. Ég get enn bætt við mig fáeinum nemendum, þeir sem eru að velta því fyrir sér ættu að hafa samband sem fyrst!
Sjáumst!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 00:24
Gleðileg jól!
Það var gaman heimsækja félagana í leikskólanum. Leikskólabörnin eru alveg frábærir áheyrendur og hafa vonandi haft gaman af að heyra jafnaldra sína spila, þótt sumir séu ekki komnir mjög langt. Við hlökkum til að heimsækja þau aftur í vor. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur í leikskólanum og þökkum Unnari og Sigurði í Hvolsskóla fyrir lánið á píanóinu og flutningsþjónustuna. Við Unnar erum sammála um það að leikskólinn okkar þurfi að eignast píanó, og er þeirri ósk hér með komið á framfæri.
Ég þakka öllum nemendum mínum fyrir frábæra frammistöðu á haustmisseri og foreldrum fyrir góðan stuðning. Sérstakt hrós fær Soffía og fjölskyldan hennar, þau hafa staðið sig eins og hetjur. Nú er mamma komin heim, og til hamingju með það!!!
Við þökkum Þuru fyrir aðganginn að Sögusetrinu um daginn - það var mjög dýrmætt að fá afnot af aðstöðunni þar með flottu hljóðfæri.
Við sendum bestu kveðjur til þeirra sem eru í útlöndum: Vala Saskia og fjölskylda og Bianca: Skemmtið ykkur vel í fríinu!
Kennsla hefst aftur að loknu jólafríi mánudaginn 5. janúar.
Nemendur, foreldrar, samstarfsmenn, samkennarar í Tónsmiðju Suðurlands, aðrir vinir og velunnarar: Gleðileg jól, farsælt komandi ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2008 | 21:03
Leikskólaheimsókn á morgun!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 12:32
Leikskólaheimsókn - breytt dagsetning!
Það er jólaball í Hvolsskóla á miðvikudaginn, svo við reynum að fara frekar á föstudaginn, þann 19. desember, í leikskólann. Vinsamlegast látið vita sem fyrst ef einhver á í vandræðum með það.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 15:18
Leikskólaheimsókn framundan
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 15:11
Tónleikar
Síðast liðinn sunnudag var æfing í að spila á tónleikum. Við fengum Sögusetrið lánað og byrjuðum með æfingu fyrir fiðlunemendur fyrir hádegi. Balázs Stankowsky hljóp í skarðið fyrir Ásdísi Stross og leiðbeindi okkur. Balázs er ekki eins mikill aðdáandi Suzuki kennslu og ég, svo þessi kennsla var bara með hefðbundinni aðferð. Gott samt. (Takk Balázs!) Síðan var málsverður og þeir sem höfðu þörf fyrir að hlaupa um gátu afgreitt það. Klukkan 13:00 hófust svo tónleikarnir, og fóru þeir mjög vel fram. Ég er bara mjög montin af öllum nemendunum mínum! Allir spiluðu eins og herforingjar og skelfdust eigi. Ekki var síður mikilvægt á þessum tónleikum að læra að hlusta, og það gerðu allir líka með mikilli prýði. Í lokin spiluðu Balázs og Kitty fyrir okkur, til þess að allir gætu nú séð á hvaða leið þeir eru! Ég þakka nemendum og foreldrum fyrir þátttökuna og Balázs og Kitty fyrir hjálpina.
Biðjum fyrir Ásdísi Stross og manninum hennar í veikindum hans.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tónablogg
Tenglar
Mínir tenglar
- Suzuki-tónlistarskólinn Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík
- Músík.is
- Íslenska Suzukisambandið
- Allegro Suzuki tónlistarskóli
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar