Færsluflokkur: Tónlist

Practice for Japan

Nú erum við að æfa fyrir Japan. Nemendur hafa safnað áheitum og byrjuðu daginn í hóptíma þar sem við æfðum tónmyndun og spiluðum eins og kraftar leyfðu. Síðan ætlar hver og einn að æfa heima þar til settu marki er náð. Peningarnir sem safnast verða lagðir í sjóð sem sendur verður til Japans handa Suzuki börnum og fjölskyldum þeirra sem eiga um sárt að binda. Evrópska Suzukisambandið skipulagði þetta átak og við gleðjumst yfir því að fá að taka þátt. Sjá www.europeansuzuki.org

Ég þakka öllum nemendum mínum og stuðningsmönnum þeirra fyrir framlagið og við óskum vinum okkar í Japan alls góðs.


Sinfóníutónleikar

Það hefur komið upp sú frábæra hugmynd að fara á sinfóníutónleika. Um er að ræða flutning á Töfraflautunni (í styttri útgáfu) sjá http://sinfonia.midi.is/default.asp?page_id=6317&event_id=8066 laugardaginn 23. október. Ég hvet menn til að kaupa miða og gera úr þessu hópferð.

Kennsla hefst!!!

Nú hef ég ákveðið að ganga til nánara samstarfs við Tónsmiðju Suðurlands. Ég bendi því nemendum mínum á að sækja um gegnum vef Tónsmiðjunnar á http://tonsmidjan.net ef þeir vilja vera í Suzuki námi. Ég geri þó ekki ráð fyrir að allir komist fyrir þar, svo það er einnig hægt að sækja um nám hjá mér í einkatímum, nú sem fyrr á goodster@hive.is

Kennsla hefst strax samkvæmt samkomulagi.

 


1. stig í Suzuki

Nú hef ég lokið 1. stigi í Suzuki píanókennslufræðum (móðurmálsaðferðinni). Það þýðir að ég hef réttindi til að kenna samkvæmt Suzuki aðferð í bók 1. Þeir sem komast á næsta ári í bók 2 eða 3 verða áfram tilraunadýr, en það hjálpar mér í náminu að hafa nemendur í námsefninu sem ég er að undirbúa próf í. Vonandi get ég lokið 2. stigi við næsta tækifæri. Ég er búin að eiga mjög góðar stundir með samnemendum mínum og kennara undanfarna daga og hlakka til að takast á við næsta áfanga. Kristinn Örn Kristinsson fær hér með bestu þakkir fyrir góðan undirbúning. Þegar kennt er samkvæmt þessari aðferð geta nemendur byrjað ungir, jafnvel 4ra ára (á píanó og enn yngri á fiðlu), en þá er mesta áherslan lögð á hlustun áður en byrjað er að spila. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarnámi fyrir börn sín er bent á að kaupa sér Suzuki bók 1 og  byrja strax að láta barnið hlusta á diskinn.  Það má sækja um nám hjá mér á goodster@hive.is

 


Gleðilegt sumar!

Ég þakka öllum sem voru með okkur á Kirkjuhvoli í gær. Nemendur mínir spiluðu og Guðlaug Helga tók lagið, og ég vona að það hafi verið ánægjuleg stund fyrir alla. Sóldögg Rán fær sérstakar þakkir, en hún studdi okkur í fiðlusveitinni. Nú er síðasti kennsludagur á morgun, en þó ekki alveg komið sumarfrí. Ég verð ásamt öðrum Suzuki kennaranemum á Stokkalæk í vikunni, og þá koma píanónemendurnir mínir að hjálpa okkur, því við þurfum að hafa nemendur til að æfa okkur á! Næstu helgi er Suzuki námskeið í Reykjavík, og þangað fara nokkrir af fiðlunemendunum mínum. Svona námskeið virkar eins og vítamínsprauta, svo ég mæli með því að allir fari. Vonandi berast einhverjar myndir hingað á bloggið! Munið svo eftir að sækja um nám fyrir næsta vetur á goodster@hive.is Bestu kveðjur!


Tónleikar í Sögusetrinu

Nemendatónleikarnir sem haldnir voru um síðustu helgi heppnuðust mjög vel. Það kom talsverður fjöldi gesta og allir nemendurnir stóðu sig með prýði. Ég er mjög ánægð með þennan árangur eftir aðeins tvö ár og vona bara að við getum haldið áfram á sömu braut. Ásdís Stross, fiðluleikari og Suzuki kennari, kom og hjálpaði til að morgni tónleikadags og æfði fiðlunemendur. Hún spilaði líka með okkur á tónleikunum og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Á eftir buðu foreldrar upp á kaffi og meðlæti sem rann ljúflega niður. Það er hefð hjá okkur að hafa málsverð strax á eftir tónleikum og hóptímum, og finnst flestum það nú orðið ómissandi.

Nú stendur til að fara og spila fyrir fólkið á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 29. maí og vonast ég til að sem flestir geti verið með okkur þá. Við verðum reyndar búin að tapa tveimur píanóleikurum í sumarfrí til útlanda, en við látum það ekki á okkur fá.

Þeir sem vilja sækja um nám hjá mér næsta vetur eru beðnir að gera það sem fyrst. Nýir nemendur geta sent tölvupóst á goodster@hive.is.

Vona ég nú bara að eldgosið fari vel með okkur í sumar og þakka fyrir veturinn.


Þá er það ákveðið

Nemendatónleikar verða næstkomandi laugardag, 15. maí, kl. 11:30 í Sögusetrinu. Allir ættingjar, vinir og velunnarar eru velkomnir.

Vorið komið!

Hóptími verður næsta laugardag, 1. maí kl. 11:00 og laugardaginn 8. maí kl. 11:00.  Tónleikar væntanlega 15. maí. Nú er bara að æfa sig vel á lokasprettinum. Sumarfrí hefst 1. júní!

Hóptímar í apríl

Hóptímar í apríl verða laugardaginn 17. og laugardaginn 24. kl. 11:00. Stefnum að tónleikum 15. maí. Bestu kveðjur.

Hóptímar í mars

verða n.k. laugardag, 13. mars og laugardaginn 20. mars klukkan 11:00 báða dagana. Sjáumst hress!

Næsta síða »

Um bloggið

Tónablogg

Höfundur

Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir
Guðrún Markúsdóttir er sjálfstætt starfandi tónlistarkennari í Rangárþingi eystra. Netfang er goodster@hive.is og sími 865 0311

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2009   tonleikar 23. mai 082
  • 2009   tonleikar 23. mai 081
  • 2009   tonleikar 23. mai 060
  • 2009   tonleikar 23. mai 053
  • 2009   tonleikar 23. mai 045

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband