Færsluflokkur: Tónlist
19.2.2010 | 12:51
Breyttur tími
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 13:34
Hóptímar
Nú eru allt komið í fullan gang eftir jólafríið, og mál að skipuleggja hóptíma. Nú fer ég stundum á Suzuki námskeið um helgar, og þá verðum við að hagræða hóptímum eftir því sem hentar. Hóptímar í Janúar verða sem hér segir:
16. janúar kl. 10:00
30. janúar kl. 10:00
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 19:30
Síðasta kennsluvika fyrir jól
Tónleikarnir heppnuðust vel síðast liðinn laugardag. Við þökkum Ingu Ástu og Pétri kærlega fyrir afnot af Selinu á Stokkalæk og fína flyglinum. Vonandi fáum við einhverjar myndir til að setja inn hérna - ég gleymdi nefnilega að ráða ljósmyndara. Það er of mikið að hugsa um. Á morgun ætla nokkrir fiðluleikarar að spila í Eldstónni og síðan verður lokaður músíkfundur eldri nemenda á laugardaginn. Næstkomandi mánudag 21. desember kl. 14:00 ætlum við að heimsækja fólkið á Kirkjuhvoli og spila jólalögin, en að því loknu verður jólafrí.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2009 | 16:51
Músíkfundur í Selinu á Stokkalæk
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 23:15
Fyrsti hóptími
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 21:38
Píanóstilling
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 12:59
Kennsla hefst aftur
Það lítur ekki út fyrir að þetta dásamlega sumar ætli að taka enda, en nú styttist samt sem áður í að alvara lífsins taki við. Ég mun á næstu dögum hafa samband við þá sem voru búnir að sækja um nám fyrir næsta vetur, og þeir sem enn eru að hugsa sig um ættu að drífa í að hafa samband við mig. Ég mun halda uppteknum hætti og kenna á píanó og fiðlu, og einnig á hljómborð, þeim sem það vilja. Ég tek píanónemendur frá 5 ára aldri og fiðlunemendur frá 3ja ára. Kennsla getur hafist í næstu viku, eða eftir samkomulagi.
Bestu kveðjur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 20:06
Vortónleikar
yngri nemenda minna voru haldnir í Sögusetrinu í gær og tókust þeir með ágætum. Allir spiluðu vel og hóflega margir komu að hlusta. Ég get ekki annað en verið ánægð með árangurinn eftir þennan vetur. Frábærir nemendur og áhugasamir foreldrar. Nú sér maður hvað þátttaka foreldra skiptir miklu máli. Einn fulltrúi eldri deildarinnar kom líka fram, og Balázs og Kitty voru svo elskuleg að leika eitt lag að lokum, til að sýna hvernig fagmenn bera sig að. Við þökkum þeim fyrir. Sellóleikarinn Brian fær líka bestu þakkir fyrir hjálpina, bæði fyrir undirleik í hóptímum og meðleik á tónleikunum. Kvartett var stofnaður í tilefni dagsins, eins og hér sést:
Kvartett dagsins:
Magdalena, Brian, Guðrún og Lilja Ósk.
Fleiri myndir frá tónleikunum eru í albúmi.
Við þökkum kærlega fyrir lánið á Sögusetrinu. Ekki amalegt að spila umkringd flottu myndunum hennar Þórhildar Jónsdóttur. Ég hvet alla sveitunga til að skoða þær.
Ég kenni í eina viku í viðbót, en síðan hefst sumarfrí. Nemendur eru minntir á að skila umsóknum fyrir næsta vetur og nýir nemendur eru einnig boðnir velkomnir.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2009 | 10:42
Tökum frá
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 14:02
Hóptími aftur í dag
Ég er mjög montin af nemendum mínum í yngri deildinni sem spiluðu fyrir hvert annað í dag. Nú fer öllum mikið fram, allir fiðluleikarar halda vel á hljóðfærinu sínu og spila með puttum (þær eru sumsé allar byrjaðar að nota vinstri hönd). Píanóleikarar æfa allir af kappi - og sumir lesa líka nótur. Einn pabbinn tók myndir og ég vonast til að við fáum að sjá þær hér - eða á Fésbók - nú er hún svo mikið í tísku.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tónablogg
Tenglar
Mínir tenglar
- Suzuki-tónlistarskólinn Suzuki-tónlistarskólinn í Reykjavík
- Músík.is
- Íslenska Suzukisambandið
- Allegro Suzuki tónlistarskóli
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar